Lanbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ)
www.lbhi.is


Kynning LBHÍ - Möguleikar í ræktun orkuplantna á Íslandi - hér
Jón Guðmundsson stýrir verkþáttum LBHÍ í verkefninu Lífeldsneyti - hér
Á vefsvæði LBHÍ (NÁL) er að finna mikinn fróðleik m.a. um metanframleiðslu í landbúnaði - hér

Ábyrgðarsvið LBHÍ í verkefninu LífEldsneyti er einkum í verkþætti 1 og í tengslum við formeðhöndlun á hráefni fyrir verkþátt 4.2.2.4. auk rannsókna um mögulega lífmassaöflun í landbúnaði. 

Verkþáttur 1: Hráefni sem nýta má til framleiðslu á lífeldsneyti.
Verkþáttur 2: Tegundir lífeldaneytis sem framleitt er á Íslandi úr mismunandi hráefni.
Verkþáttur 3: Formeðhöndlun á lífmassa.

Hráefni til lífeldsneytis framleiðslu

Hráefni til framleiðslu á lífeldsneyti geta verið af margvíslegum toga. Skilgreining á lífeldsneyti er að það sé eldsneyti, sem framleitt er úr lífrænu efni, sem fyrir ekki alltof löngum tíma var lifandi vefur. Að baki þessarar skilgreiningar liggur sú hugsun að notkun þess valdi ekki aukningu á styrk koldíoxíðs í andrúmsloftinu til lengri tíma. Uppruni þessa lífræna efnis með ljóstillífun og upptöku koldíoxíðs úr andrúmsloftinu fyrir tiltölulega stuttu síðan gerir það að verkum að við bruna eldsneytisins er þessu sama koldíoxíði skilað aftur í andrúmsloftið. Hins vegar er svo bruni á jarðefna eldsneyti þar sem lífrænt efni sem bundið var í jarðlög fyrir miljónum ára sem kol, olía eða jarðgas er brennt. Það koldíoxíð, sem losnar við þennan bruna, leiðir til hækkunar á styrk koldíoxíðs í andrúmsloftinu með velþekktum hlýnunaráhrifum.

Önnur leið til að bera saman lífeldsneyti og jarðefna-eldsneyti er sú að það lífræna efni sem lífeldsneytið er gert úr hefði hvort sem er brotnað niður fyrir tilstuðlan náttúrulegra ferla og koldíoxíðið losnað út í andrúmsloftið á meðan jarðefnaeldsneytið hefði, ef ekki væri vegna aðgerða manna, verið kyrrt í jarðlögum um óskilgreindan tíma.

Með því að nýta okkur lífrænt efni til framleiðslu á lífeldsneyti eru við í raun að búa til auka farveg fyrir þann hluta efnisins og notfæra okkur hluta þeirrar orku sem bundin er í efninu.
Hér á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir mati á mögulegum hráefnum til framleiðslu á lífeldsneyti.

Ræktun lífmassa

Mat á magni lífmassa, sem mögulega má afla með ræktun, byggist annars vegar á því landi sem tiltækt er til ræktunar og hins vegar á líklegri uppskeru af því landi. Ekki er á þessu stigi tekin afstaða til þess hve fýsileg sú ræktun er en margir þættir geta gert slíka ræktun lítt vænlega. Þar má meðal annars nefna að slík ræktun hlýtur ávallt að vera í samkeppni við aðra landnotkun svo sem ræktun fóðurs og matvæla, einnig getur losun gróðurhúsalofttegunda og orkunotkun verið það mikil samfara ræktuninni að ávinningur af lífeldsneytinu sé lítill sem enginn. Framleiðslu aðferð lífeldsneytisins getur haft þar mikil áhrif einkum það hvort mögulegt er að skila aftur inn í ræktunina þeim næringarefnunum sem eru í hráefninu.

Land til ræktunar

Ræktun á Íslandi auk skógræktar er einkum af tvennum toga. Annars vegar er hefðbundin túnrækt og akuryrkja, hins vegar er svo landgræðsla. Ekki er nema í undantekningar tilfellum skorið upp af landgræðslu svæðum en slíkt þarf þó ekki endilega að stangast á við önnur markmið landgræðslunnar einkum ef næringarefnum er skilað aftur í ræktunina.

1. Land til hefðbundinnar ræktunar: Formleg skráning á ræktuðu landi er mjög ónákvæm og lítt áreiðanleg. Ýmsir aðilar hafa þó á undanförnum árum metið stærð ræktaðs lands með mismunandi aðferðum og í ólíkum tilgangi. Samkvæmt þessum heimildum þá er gert ráð fyrir að ræktað land (tún og akrar) sé um 1.800 km2 (180.000 ha) og af því séu um 500 km2 (50.000 ha) ekki í notkun í dag. Af þessu landi er áætlað að um 550 km2 (55.000 ha) séu á framræstu landi.

2. Landgræðsla: Gögn um flatarmál núverandi landgræðslu svæða eru einnig ónákvæm einkum og sér í lagi varðandi eldri landgræðslu svæði (fyrir 1990). Hér er miða við að flatarmál núverandi landgræðslusvæða sé 1.200 km2 (120.000 ha).

3. Ný landsvæði til hefðbundin ræktunar: Þegar kemur að mati á möguleikum til aukinnar ræktunar eru áætlanir mun breytilegri en varðandi núverandi ræktarland. Einnig er mjög óljóst hvaða land er metið sem ræktanlegt t.d. hve stóran hluta þess þarf að ræsa fram til að gera það ræktanlegt. Niðurstöður þeirra sem reynt hafa að meta flatarmál svæða sem taka mætti til ræktunar eru allt frá 420 km2 (42.000 ha) til 6.000 km2 (600.000 ha). Hér er miðað við að hægt væri að rækta 4.800 km2 (480.000 ha) til viðbótar núverandi ræktun.

4. Aukin landgræðsla: Til er nýlegt mat á mögulegum landgræðslusvæðum neðan 400 m yfir sjávarmáli. Samkvæmt því mati eru um 4000 km2 (40.0000 ha) af svæðum sem græða mætti upp. Í því mati er ekki tekið tillit til grjóts í yfirborði sem torveldað gæti slátt þeirra svæða. Samkvæmt lauslegri áætlun Landgræðslunnar þá er gert ráð fyrir að rækta megi upp um 8.000-10.000 km2 (0,8-1,0 miljón ha) neðan 500 m.

Möguleg uppskera

Uppskera úr ræktun er háð mörgum þáttum, svo sem hvað er ræktað, veðurfari og jarðvegs-eiginleikum og því hvernig staðið er að ræktuninni (jarðvinnsla, áburðarnotkun, sáningar og uppskerutími o.fl.). Sumar tegundir er einungis hægt að rækta þar sem ræktunarskilyrði er hvað best, aðrar eru langreyndar í ræktun hér og vaxa um allt land. Mælingar á uppskerumagni eru einnig mismiklar. Í töflunni hér að neðan eru þessar upplýsingar dregnar saman:


 
Búfjáráburður

Mat á magni búfjáráburðar er byggt á fjölda búfjár 2008 samkvæmt forðagæsluskýrslum. Áætluðum innistöðu tíma og magni skíts frá hverri skepnu.