Mannvit 
www.mannvit.is

Kynning Mannvits - Lífmassi til framleiðslu lífeldsneytis á Íslandi: hér
Guðmundur Ólafsson, vélaverkfræðingur, stýrir verkþáttum Mannvits í verkefninu Lífeldsneyti - hér

Ábyrgðarsvið Mannvits í verkefninu Lífeldsneyti er einkum í verkþáttum 1, 2, 3, 5, 6 og 7.

  • Verkþáttur 1.0. Hráefni sem nýta má til framleiðslu á lífeldsneyti. Lokadrög hér og hér
  • Verkþáttur 2.0. Tegundir lífeldaneytis sem framleitt er á Íslandi . Lokadrög hér og hér
  • Verkþáttur 3.0. Formeðhöndlun á lífmassa. Lokadrög hér og hér
  • Verkþáttur 5.0. Útreikningar á mögulegri framleiðslu lífeldsneytis á Íslandi. Lokið - sjá drög hér
  • Verkþáttur 6.0. Frumhönnun framleiðsluferla fyrir lífetanól, lífdísel og lífmetan - sjá drög hér
  • Verkþáttur 7.0. Hagkvæmniathugun framleiðsluferla fyrir lífetanól, lífdísel og lífmetan.

Vörður til að marka framvindu á árinu 2012 sem er síðasta stuðningsár verkefnisins Lífeldsneyti

  • Verkþáttur 6. Mannvit. VARÐA 5 og 11. Frumhönnun framleiðsluferla fyrir lífetanól, lífdísel og lífmetan. Lokaskýrsla liggur fyrir við lok verkefnis 2012.
  • Verkþáttur 7. Mannvit. VARÐA 6 og 12. Hagkvæmniathugun framleiðsluferla fyrir lífetanól, lífdísel og lífmetan. Lokaskýrsla liggur fyrir við lok verkefnis 2012


Úr áfangaskýrslu 2011:

I. Framvinda verkefnis á árinu 2011

Verkþáttur 5. Calculation of the amount of various biofuels types that can be produced in Iceland
Fyrir hönd Mannvits munu efnaverkfræðingarnir Malin Sundberg (M.Sc.), Freyr Ingólfsson (M.Sc.) og Ásgeir Ívarsson (M.Sc.) vinna að verkþættinum. Tilgangur þessarar vinnu er að vinna bestu framleiðslu á Íslandi miðað við þær niðurstöður sem hafa fengist úr fyrri verkhlutum og spám um orkuþörf á næstu árum samkvæmt Orkustofnun. Til þess að þetta sé hægt verður að bera saman mögulegt framboð á eldsneyti og líklega eftirspurn næstu ára. Framboðið mun byggjast á þeim hráefnum sem eru tilgreind í verkefninu ásamt framleiðslumöguleikum miðað við tilteknar nálganir að forvinnslu og framleiðslutækni. Miðað við þessar upplýsingar má áætla mögulegan markaðshlut á lífeldsneytum á Íslandi ásamt „sparnað“ í losun gróðurhúsalofttegunda. NMÍ mun sjá um útreikninga á eldsneytisframleiðslu úr gösun sem bætt verður við athuganir Mannvits á öðrum leiðum.

Verkþáttur 6. Conceptual design
Hönnuðir frá Mannvit undir tæknilegri leiðsögn Ásgeir Ívarssonar efnaverkfræðings (M.Sc.) og Guðmunds Ólafssonar vélaverkfræðings (M.Sc.) munu alfarið sjá um þennan hlut eftir því sem við á í verkefninu.Farið verður yfir framleiðsluferli fyrir tiltekinn lífeldsneyti og gerð gróf frumhönnun á þeim. Tilgangur með þessari hönnun er fyrst og fremst að skilgreina betur umfang þeirra framleiðsluaðferða sem gera á hagkvæmnisathugun fyrir í WP 7. Þannig má draga úr óvissu í áætlunum sem þarf að gera fyrir hagkvæmnisathuganir. Fyrir hvert framleiðsluferli verður gert svokallað „Block Flow Diagram“ til að skilgreina helstu einingar í framleiðsluferlinu, ásamt efnis- og orkujafnvægisútreikningum til þess að ákveða stærðir á mögulegum lögnum, búnaði og tækjum. Með þessari hönnun má betur átta sig á því hvaða ferli koma til greina fyrir hagkvæmnisathugun (WP 7).

Verkþáttur 7. Feasability study
Munu starfsmenn frá Mannvit koma að verkinu eftir þörfum, því hagkvæmnisathuganir kalla á margskonar sérþekkingu. Mannvit tekur að sér að skilgreina viðskiptaramman og umfangið sem á að framkvæma hagkvæmnisathugun fyrir. Í framhaldi af WP 6 verður gerð kostnaðar- og tímaáætlun fyrir framleiðsluferlin. Í framhaldi verður verkefnisumhverfið skoðað og helstu áhættur í verkefninu greindar bæði gagnvart kostnaði og tíma. Að lokum verður gerð fjárhagsáætlun fyrir verkefnið fyrir næstu 25 ár og IRR og NPV fundið.

NMÍ mun sjá um hagkvæmniathugun á eldsneytisframleiðslu með gösun og FT-dísil framleiðslu og birta sem sérhluta af hagkvæmniathuguninni. Hvað varðar vinnu NMÍ þá verður farið í helstu kostnaðarþætti við hráefnaöflun, gösun hráefnis og FT-framleiðslu og leitast við að svar því hver sé minnsta eining sem getur staðið undir sér. Einnig verður athugað hvort fýsilegt sé vegna kostnaðar að nýta vetni frá rafgreiningu til að auka framleiðslu á FT afurðum.

Úr áfangaskýrslu 2010:

I. Framvinda verkefnis á árinu 2010

Verkþáttur 1  Hráefni sem nýta má til framleiðslu á lífeldsneyti. Lokadrög hér og hér  (Raw material that can be used for biofuel production in Iceland)
 
Verkþáttur 2 Tegundir lífeldaneytis sem framleitt er á Íslandi . Lokadrög hér og hér  (Types of biofuels produced in Iceland from various raw materials)

Verkþáttur 3
Formeðhöndlun á lífmassa. Lokadrög hér og hér (Pretreatment of biomass)

Samkvæmt afrakstuseiningum 1 og 2 þá eiga lokaskýrslur að liggja fyrir um þessa vinnu. Þessari vinnu er nær lokið og meðfygjandi eru drög af tveimur lokaskýrslum sem er afrakstur þessarar vinnu (Fylgiskjal 1 og Fylgiskjal 2). Í Fylgiskjali 1: Biofuel production in Iceland. Survey of potential raw materials and yields to 2030 er fjallað um niðurstöður greiningar á magni lífmassa sem hægt væri að afla til framleiðslu lífeldsneytis hérlendis – jafnt úrgangs sem og ræktanlegra orkuplanta. Í skýrslunni eru jafnframt birtar niðurstöður útreikninga á magni lífeldsneytis sem framleiða mætti úr umræddum lífmassa til ársins 2030.Í Fylgiskjali 2: Pretreatement of Biomass: Literature study of suitable biomass for biofuel production er gerð grein fyrir helstu aðferðum til formeðhöndlunar lífmassa sem til greina þykja koma við framleiðslu lífeldsneytis hérlendis. Þá eru einnig niðurstöður grófs mats á kostnaði við álitlegar formeðhöndlunaraðferðir birtar. NMÍ gerði sérstaka skýrslu um gösun sem viðbót við hina almennu skýrslu um magn lífmassa og lífeldsneytis (Fylgiskjal 1),en í almennu skýrslunni er útdráttur um gösun. Skýrslan um gösun heitir: Biofuel production in Iceland; Gasification of potential raw materials and fuel production from syngas og er 28 síður (Fylgiskjal 3). Í skýrslu NMÍ er einnig fjallað um að stórum hluta um verkþátt 3, þ.m.t. meðferð á hráefni fyrir vinnslu og þurrkun hráefnis fyrir vinnslu.