SORPA bs
www.sorpa.is

Kynning SORPU - Um lífeldsneyti: hér
Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur SORPU, stýrir verkþáttum SORPU í verkefninu Lífeldsneyti: hér
Framvinda verkþátta í verkefninu Lífeldsneyti sem SORPA ber ábyrgð á: hér

Ábyrgðarsvið SORPU í verkefninu Lífeldsneyti er einkum í verkþáttum 4.2, 4.3 og 9.0:

  • Verkþáttur 4.2.2.4. Uppbygging á tilraunastöð fyrir gerjun á mismunandi úrgangi - hér
  • Verkþáttur 4.3. Gösun og framleiðsla á lífeldsneyti-Metanól/DME/ FT dísil - hér
  • Verkþáttur 9.0.  Kynningar, hönnun og framsetning gagna á heimasíðu / Presentation

Vörður til að marka framvindu á árinu 2012 sem er síðasta stuðningsár verkefnis Lífeldsneyti:

  • Verkþáttur 4.2.2. Líf-Metan
  • Verkþáttur 4.2.2.4. SORPA. VARÐA 4. Niðurstöður úr tilraunum á metanframleiðslugetu úr 8 hráefnum með og án rafpúlsameðhöndlunar við tvö mismunandi hitastig liggja fyrir.
  • Verkþáttur 4.2. SORPA. VARÐA 9. Pilot skala tilraunir með metanframleiðslu valinna stofna hafa verið gerðarTilraunir með að nota jarðgufuhita til að hita gerjunartankinn hafa verið gerðar. Lokaskýrsla um niðurstöður liggur fyrir.
  • Verkþáttur 4.3. NMÍ/SORPA. VARÐA 10. Aðstaða til gösunar er til staðar og tilraunum lokið á framleiðslu á syngasi úr mismunandi hráefni. Hins vegar er breytt frá fyrstu áætlun um framleiðslu á FT-dísil. En í stað þess er FT-dísill og einnig magn metanóls, etanóls, vetni og DME reiknað út frá syngasi og samsetningu þess. Til viðbótar eru einnig útreikningar á að nota rafgreiningarvetni til að auka framleiðsluna. Lokaskýrsla tilbúin.
  • Verkþáttur 9.0. SORPA/UNAK. VARÐA 13. Heimasíða fyrir verkefnið Lífeldsneyti er aðgengileg öllum og upplýsingar á íslensku og ensku.


Úr áfangaskýrslu 2011:

I. Framvinda verkþátta á árinu 2011 sem SORPA er aðili að.

Undirverkþáttur 4.2.2.4. - framvinda 2011

Í undirverkþætti 4.2.2.4. er komin hönnunarlýsing á aðstöðu til tilraunanna ásamt því að búið er að kaupa og koma fyrir færanlegri aðstöðu í Álfsnesi. Búið er að undirbúa að raða inn búnaði, sem að hluta til hefur verið keyptur, inn í aðstöðuna.  Rauntímatengingar við núverandi aðstöðu, til dæmis vegna gasmælinga og gashreinsunar er á hönnunarstigi. Þó er ekkert því til fyrirstöðu að gera allar viðeigandi mælingar á efnasamsetningu eða framleiddu magni án tengingar við núverandi gashreinsistöð í Álfsnesi.  Samkvæmt samningi á að vera búið að búa til framleiðslueiningu fyrir metanframleiðslu (Afrakstur 4). Þetta hefur ekki alveg tekist, aðallega vegna seinkana á tækjakaupum erlendis frá, en er vel á veg komið og mun verða klárað í upphafi næsta verkefna árs.   Fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir um miðjan febrúar 2012 og er miðað við að aðstaðan verði í fullri keyrslu fram í september 2012 en þá verði meginhluti tilrauna lokið. Leiðbeiningar um uppsetning og umgengni um tilraunir og búnað liggur fyrir. Meðfylgjandi er skýrsla um uppbyggingu pilot skala aðstöðunnar (Fylgiskjal 4).  Búið er að finna og ráða erlendan meistaranema til að fylgja mælingum eftir og hefur hann störf í janúar 2012

Einnig fellur hluti af afrekstri 3 undir þennan þátt sem er nýr þáttur um formeðhöndlun á hráefni með rafpúlsum til að auka metan-framleiðslu og flýta fyrir metan-gerjun. Búið er að hanna rafpúlsatæki og hanna og smíða rafskaut sem henta fyrir samfellda vinnslu á hráefni sem inniheldur allt að 15% þurrefni. Búið er að prófa tækin og setja það upp í aðstöðu SORPU á Álfsnesi. Mæliaðferðir er einnig búið að setja upp fyrir hráefnið. Tilraunir hafa hins vegar tafist vegna óviðráðanlegra seinkana á smíði við metan framleiðslueiningar. Tilraunir hefjast nú í desember 2011. Skýrsla er tilbúin að öllu leyti nema að niðurstöður mælinga liggja ekki fyrir. Skýrslan fylgir með sem uppkast (Fylgiskjal 5)

Verkþáttur 4.3. - framvinda 2011


Ákveðið var að setja saman í eina skýrslu gösunartilraunir, gösunaraðstöðu, magn syngass sem hægt er að framleiða og svo einnig möguleg framleiðsla á eldsneyti einkum FT-eldsneyti. Þetta er afrakstur 2, hluti af afrakstri 3 og svo afrakstur 7 (Fylgiskjal 6).

Verkþáttur 9.0. - framvinda 2011

Heimasíðan Lífeldsneyti.is var opnuð á síðasta ársfjórðungi 2011. Unnið verður frekar að uppbyggingu heimasíðunnar á árinu 2012.


II. Framhald verkþátta á síðasta stuðningsári 2012 sem SORPA er aðili að 

Undirverkþáttur 4.2.2.4. - framhald 2012

Í undirverkþætti 4.2.2.4 sem snýr að SORPUSORPU mun Nicolas Proietti meistaranemi og Ólafur Finnur Jónsson starfsmaður SORPU og framkvæma þá vinnu sem snýr að rekstri tilrauna á vegum SORPU í  tilraunaaðstöðu, þar með talið stöðluðum mælingum undir leiðsögn yfirverkfræðings, ásamt því að útvega og forvinna hráefni og önnur aðföng til framkvæmdar tilraunanna.  Aðstaðan er rekin í tveimur færanlegum gámum í Álfsnesi og tengd mælibúnaði og gashreinsistöð þar. Metanframleiðslustöðin verður prufukeyrð í desember 2011 og kemst í fullan rekstur í janúar 2012. Í upphaflegri verkáætlun var markmiðið að framkvæma fleiri keyrslur en eins og stendur í samningi var ákveðið, vegna niðurskurðar á fyrsta verkefnaári, að hanna eingöngu framleiðslustöðina á fyrsta verkefnaári en síðan hefja keyrslur á öðru ári.  Vegna niðurskurðar á öðru verkefnaári var ákveðið að ljúka smíði og uppsetningu aðstöðunnar á árinu 2011 en framkvæma allar tilraunir á árinu 2012 eins og lýst er hér að ofan. 

Ábyrgð: Nýsköpunarmiðstöð og SORPA. NMÍ sér um gösunartilraunir og útreikninga á eldsneytisframleiðslu. SORPA ber ábyrgð á hráefnisöflun og forvinnslu. Þeir sem koma að þessum verkþætti eru Magnús Guðmundsson og Guðmundur Gunnarsson frá NMÍ og  Bjarni Hjarðar og annar starfsmaður SORPU.Gerðar verða áframhaldandi tilraunir á gösun á völdum hráefnisflokkum s.s. þurrkuðu heyi, lífmassa, þurrkaðar matarleifar, mismunandi pappír og borið saman við ýmsar heimildir. Gerðar verða mælingar á syngasi og samsetningu þess. Ný og endurgerð skýrsla verður gefin út í lok ársins. Gerðir verða áframhaldandi útreikningar á mögulegu eldsneyti og þá allar tegundir eldsneytis sem hægt er að framleiða úr syngasi - FT-eldsneyti, metanól, etanól, vetni og DME.

Verkþáttur 4.3. - framhald 2012

Ábyrgð: Nýsköpunarmiðstöð og SORPA. NMÍ sér um gösunartilraunir og útreikninga á eldsneytisframleiðslu. SORPA ber ábyrgð á hráefnisöflun og forvinnslu. Þeir sem koma að þessum verkþætti eru Magnús Guðmundsson og Guðmundur Gunnarsson frá NMÍ og svo Bjarni Hjarðar og starfsmaður SORPU. Gerðar verða áframhaldandi tilraunir á gösun á völdum hráefnisflokkum s.s. þurrkuðu heyi, lífmassa, þurrkaðar matarleifar, mismunandi pappír og borið saman við ýmsar heimildir. Gerðar verða mælingar á syngasi og samsetningu þess. Ný og endurgerð skýrsla verður gefin út í lok ársins. Gerðir verða áframhaldandi útreikningar á mögulegu eldsneyti og þá allar tegundir eldsneytis sem hægt er að framleiða úr syngasi nefnilega FT-eldsneyti, metanól, etanól, vetni og DME.

Verkþáttur 9.0. - framhald 2012

Sorpa gegnir stóru hlutverki í þessum verkþætti í samstarfi við Háskólann á Akureyri sem ber ábyrgð á verkþættinum. Hlutur SORPU lýtur að uppbyggingu á heimasíðu verkefnisins Lífeldsneyti. Heimasíðan skiptist upp í ytri og innri vef. Á ytri vef heimasíðunnar mun efni verða framsett með það að leiðarljósi að veita almenningi haldgóðar upplýsingar um verkefnið. Innri vefurinn er settur upp sem upplýsingaveita og gagnabanki fyrir þátttakendur í rannsóknarverkefnum. Auk upplýsinga á íslensku á ytri vef verða upplýsingar veittar á ensku á báðum vefsvæðum.  

Úr áfangaskýrslu 2010:

I. Framvinda verkþátta á árinu 2010 sem SORPA er aðili að

Undirverkþáttur 4.2.2.4. - framvinda 2010


Komin er hönnunarlýsing á aðstöðu til tilraunanna ásamt því að búið er að kaupa og koma fyrir færanlegri aðstöðu í Álfsnesi.  Búið er að undirbúa að raða inn búnaði, sem að hluta til hefur verið keyptur, inn í aðstöðuna.  Tengingar við núverandi aðstöðu, til dæmis vegna gasmælinga og gashreinsunar er á hönnunarstigi. Samkvæmt samningi á að vera búið að búa til framleiðslueiningu fyrir metanframleiðslu (Afrakstur 4). Þetta hefur ekki alveg tekist, aðallega vegna seinkana á tækjakaupum erlendis frá, en er vel á veg komið og mun verða klárað í upphafi næsta verkefnaárs. 

Verkþáttur 4.3 - framvinda 2010

Miðað við upphaflegt plan var áætlað að hanna pilot skala gösunartæki sem átti að leiða til framleiðslueiningar og prófunarskýrslu (Afrakstur 5). Einnig átti samkvæmt samningi fyrir fyrsta verkefnaár að byggja upp rannsóknaaðstöðu til þess að prófa framleiðslu á FT-afurðum úr tilbúnu syngasi og gera tilraunir með mismunandi syngas. Lokaafurð þessarar vinnu átti að vera skýrsla um tilraunaaðstöðu og FT-afurðir úr syngasi (Afrakstur 6). Þessum markmiðum hefur ekki verið náð á fyrsta verkefnaárinu. Meginástæðan fyrir þessu er sú að vegna niðurskurðar á verkefni auk mikillar hækkunar á kostnaði vegna nauðsynlegra tækja var ekki unnt framkvæma þetta verk eins og til stóð. Um þetta voru gerðir fyrirvarar í samningi og því nauðsynlegt að breyta verkþætti 4.3. Búið er að ná samkomulagi við CRI sem keypt hefur tilrauna-gösunarstöð fyrir sína framleiðslu um að verkefnið fái aðstöðu til að gasa mismunandi hráefni hjá CRI með því verður unnt að standa við gösunarþáttinn í verkefninu. Það er ætlunin að gera þennan þátt ítarlegri en áætlað var. Varðandi FT-dísil framleiðslu þá er ætlunin að draga úr honum og láta útreikninga útfrá syngas-framleiðslu nægja til að fá mynd á mögulega framleiðslu. Einum undirþætti verður bætt við sem er thermal cracking á lífmassa og plasti. Breytingum á verkþáttum er nánar lýst í framhaldi verkefnisins hér að neðan.

Í undirverkþætti 4.2.2.4 sem snýr að Sorpu mun Ólafur Finnur Jónsson starfsmaður SORPU og A.G. Hönnun verktakafyrirtæki framkvæma þá vinnu sem snýr að uppsetningu tilraunaaðstöðu og daglegum rekstri hennar, þar með talið stöðluðum mælingum undir leiðsögn Bjarna Hjarðar, ásamt því að útvega og forvinna hráefni og önnur aðföng til rannsóknanna .  Aðstaðan er rekin í tveimur færanlegum gámum í Álfsnesi og tengd mælibúnaði og gashreinsistöð þar. Metan-framleiðslustöðin verður prufukeyrð á fyrri hluta verkefnaársins og síðan verða a.m.k. 20 keyrslur með mismunandi úrgangi á síðara hluta tímabilsins. Í upphaflegri verkáætlun var markmiðið að hefja mun fleiri keyrslur en eins og stendur í samningi var ákveðið, vegna niðurskurðar á fyrsta verkefnaári, að hanna eingöngu framleiðslustöðina á fyrsta verkefnaári og hefja keyrslur á öðru ári eins og lýst er hér að ofan. 

II. Framhald verkþátta á árinu 2011 sem SORPA er aðili að

Undirverkþáttur 4.2.2.4. - framhald 2011

Búið er að koma upp tilraunagösunaraðstöðu hjá CRI á Höfðabakka og hafa NMÍ og SORPA aðgang að henni með leyfi CRI. Tilraunir fóru fram á Spáni til forprófunar og nú eru í gangi tilraunir á völdu hráefni. Niðurstöður liggja fyrir um nokkur valin hráefni eins og plast, sag og pappa en það á eftir að bæta við nokkrum hráefnisflokkum. Gerðir hafa verið útreikningar á eldsneytisframleiðslu á þessum grundvelli og borið saman við ýmsar heimildir.
 
Vegna niðurskurðar á verkefninu var ekki hægt að fara út í thermal cracking á lífmassa og plasti, en umfang formeðhöndlunar fyrir metan, og kostnaður og umfang fyrir metanframleiðslueiningu og aðstöðu var mun meiri en áætlað var í upphafi (verkþáttur 4.2.2.4). Samtímis er unnið að gösun á úrgangi til metanólframleiðslu í samstarfi við CRI. Úr þeim verkþætti koma niðurstöður sem styðja við mat á áætluðu heildarmagni eldsneytis sem gæti fengist úr úrgangi, sem var megintilgangur fyrirhugaðs verkþáttar um thermal cracking. Varðandi syngasframleiðslu og eldsneytisútreikninga þá er sá þáttur ítarlegri en til stóð í upphafi og verður góður grundvöllur fyrir áframhaldandi hagkvæmniathugun. Gefin verður út skýrsla núna en mögulega verður hún yfirfarin og bætt síðar ef talið er nausðsynlegt að uppfæra niðurstöður fyrir fleiri hráefnisflokka.


Verkþáttur 4.3
-
framhald 2011

Ábyrgð: Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Sorpa. Megin ábyrgð NMÍ er framkvæmt gösunartilrauna og útreikningar á FT-framleiðslu og á thermal cracking aðferðinni. Sorpa ber ábyrgð á hráefnisöflun fyrir gösunartilraunir og að koma upp aðstöðu fyrir thermal cracking vinnslu sem staðsett verður hjá Sorpu.

 Starfsmenn og vinnuframlag. Þeir sem koma að þessum verkþætti hjá NMÍ eru Magnús Guðmundsson sem sér um verkstjórn og framvæmd tilrauna auk útreikninga. Guðmundur Gunnarsson kemur að mati á mælingum. Einnig er ætlunin að NN komi að framkvæmd gösunartilrauna, en ennþá er ekki búð að velja starfsmann í það hlutverk. Á vegum Sorpu mun Bjarni Hjarðar sjá um stjórnun á hráefnaöflun fyrir gösunartilraunir og um undirbúning thermal cracking tilraunaaðstöðu hjá Sorpu. Starfsmenn Sorpu munu sjá um meðhöndlun og flokkun sýna fyrir tilraunir.
 
Í undirverkþætti 4.3.1.2 mun mismunandi úrgangsflokkar og lífræn úrgangur (lífmassi) vera gasaður í gösunarstöð CRI og gerðar mælingar á syngasi sem myndast. Ætlunin er að prófa fleiri flokka en upphaflega stóð til og gera rakamælingar á úrgangi auk þeirra mælinga á syngasi sem lýst er í verkáætlun. 

Hvað FT-framleiðslu varðar í verkþætti 4.3.2.2 þá er ætlunin að draga úr þessum verkþætti og gera einungis útreikninga útfrá syngas magni og samsetningu. Hins vegar mun bætast við thermal cracking þáttur þar sem ætlunin er að prófa lífmassa eins og hálm, kurl og fleira og einnig plast. Ætlunin er að koma upp thermal cracking aðstöðu hjá Sorpu á árinu sem getur annast allt að 1 tonni á dag. Þetta er undirbúningur undir það að koma á fót thermal cracking verksmiðju hjá Sorpu. Tilraunir á smáskalaframleiðslu er ætlað að hefja í lok árs 2011.