Um lífeldsneyti

Lífeldsneyti má skilgreina sem eldsneyti framleitt úr lífrænu efni sem fyrirfinnst á yfirborði jarðar í dag. Lífrænt efni inniheldur frumefnin kolefni (C) og vetni (H) og í náttúrunni er að finna gríðarlegt magn mismunandi kolefnissambanda. Lífeldsneyti er unnt að framleiða úr flestu lífrænu efni hvort heldur um er að ræða lífrænan úrgang frá heimilum og atvinnustarfsemi eða lífmassa sem vex og dafnar á landi, í vötnum eða sjó. Tæknilega er unnt að segja að framleiða megi lífeldsneyti úr lífmassa á Íslandi sem mætt getur orkuþörf fyrir öll samgöngutæki þjóðarinnar ef því er að skipta. Spurningin er hins vegar sú, hversu mikið er hagfellt og gerlegt að framleiða og nýta af mismunandi tegundum lífeldsneytis á hverjum tíma.

Verkefnið Lífeldsneyti lítur að því að rannsaka og þróa hagfelldar leiðir til að framleiða lífeldsneyti við íslenskar aðstæður og úr íslensku hráefni. Nokkrar gerði lífeldsneytis eru í notkun í heiminum í dag og mismunandi eftir landsvæðum hvaða tegund þykir hagfelldast að framleiða og nýta. Verkefnið Lífeldsneyti miðast við rannsóknir á möguleikum okkar Íslendinga til að framleiða etanól (CH3-CH3-OH), FT-dísil, metan( CH4), metanól ( CH3-OH), tvímetýleter (DME, CH3-O-CH3) og vetni (H).

Lífeldsneyti má nýta til rafmagnsframleiðslu, eldunar og húshiturnar svo fátt eitt sé nefnt, en jafnframt til að knýja samgöngutæki og vinnuvélar. Sökum fyrirsjáanlegs skorts í framtíðinni á hefðbundnu jarðefnaeldsneyti í heiminum og skaðlegra umhverfisáhrifa samfara notkun á hefðbundnu jarðefnaeldsneyti hafa rannsóknir á framleiðslu lífeldsneytis aukist mikið um allan heim. Það sem við Íslendingar búum það vel að eiga mikið af rafmagni og heitu vatni er nærtækast fyrir okkur að leita leiða til að nýta lífeldsneyti til að knýja vélknúin samgöngutæki, vinnuvélar og fiskiskip.

Margvíslegur úrgangur og annar lífmassi fellur til í íslensku samfélagi sem nýta má til framleiðslu á lífeldsneyti:

 

Sjá umræðu um kolefni á Vísindavefnum - Hér
Kynning Orkustofnunar - Reglugerðir varðandi lífeldsneyti: Hér