DME 

Kynning NMÍ - Eldsneyti unnið úr sorpi með gösun: hér

DME (Di-Methyl-Eter) eða, tvímetýl-eter á íslensku er eldsneyti (H3C-O-CH3) sem er á gasformi undir venjulegum loftþrýstingi en á vökvaformi við 5 loftþyngdir sem er tiltölulega lágur þrýstingur. Hlutfallslega lítil skaðsemi stafar af notkun á DME í samanburði við hefðbundið jarðefnaeldsneyti og er það m.a. notað sem drifgas fyrir lyf.  Hægt er að framleiða DME úr syngasi líkt og FT-dísil, etanól, metanól og vetni og nýta úrgang og margvíslegt lífrænt hráefni til framleiðslunnar sem ekki er nýtt til manneldis eða fóðurgerðar. DME er eitt þeirra lífeldsneyta sem horft er til að nýta í auknum mæli í heiminum í framtíðinni en það má m.a. nýta í samgöngum eftir minniháttar breytingu á dísilvél.

Um DME á Wikipedia - Hér