Etanól

Kynning UNAK - Framleiðsla lífeldsneytis á Íslandi: hér
Kynning NMÍ - Eldsneyti unnið úr sorpi með gösun: hér
Viðtal við Jóhann Örlygsson prófessor við UNAK um verkefnið LífEtanol - hér                                     (Tilraunaglasið á RUV 17.feb 2012:)

Etanól, framleitt úr lífmassa, er áhugaverður kostur til að nota sem endurnýjanlegt eldsneyti. Ferlið hefst með ljóstillífun sem veldur því að lífmassi á borð við sykurrófur og maís vex. Úr þessum plöntum er síðan búið til etanól með gerjun örvera en það er algengasta endurnýjanlega eldsneytið. Langalgengast er að nota s.k. einfaldan lífmassa til etanólframleiðslu en á síðari árum hefur áhugi manna hins vegar beinst að því að nota flóknari lífmassa, þ.e. lignósellulósa, til framleiðslunnar.

Til þessa hefur etanólframleiðsla í heiminum átt sér stað með svokallaðri fyrstu kynslóðar tækni þar sem hráefni er notað til framleiðslunnar sem ella mætti nýta til manneldis eða fóðurgerðar fyrir búpening. Sökum mikillar gagnrýni á notkun á sykurreyr og maís í þessum tilgangi hefur áhugi á annarrar og þriðju kynslóðar tækni til framleiðslu á etanóli aukist mikið. Horft til þess að nýta bakteríur til að brjóta niður flóknari lífmassa til etanólframleiðslu úr hráefni sem ella yrði ekki nýtt til manneldis eða fóðurgerðar. Rannsóknarverkefnið Lífeldsneyti lýtur meðal annars að því að rannsaka virkni hitakærra baktería í þessum tilgangi sem fengnar eru af hverasvæðum á Íslandi. Þá er einnig veigamikill þáttur í verkefninu að kanna fýsileika þess að framleiða etanól úr margvíslegu hráefni með gösunartækni.


Myndirnar eru teknum við sínatöku á bakteríum úr hverum á Kröflusvæðinu.

Nánar um etanól á vef Wikipedia - hér