Metan

Kynning SORPU - Íslenskt matan: Hér 
Kynning UNAK - Framleiðsla lífeldsneytis á Íslandi: Hér

Í verkefninu Lífeldsneyti er meðal annars leitað svara við spurningum um það hvernig best megi framleiða hauggas og metaneldsneyti í metangerðarstöð úr margvíslegu íslensku hráefni.  Víða um heim er metaneldsneyti nýtt til húshitunar, eldunar og rafmagnsframleiðslu auk þess að knýja samgöngutæki af ýmsum stærðum og gerðum. Við Íslendingar búum það vel að eiga mikið af raforku og heitu vatni og því liggur beinast við fyrir okkur að nýta metan og annað lífeldsneyti til að knýja samgöngutæki í landinu.

Metaneldsneyti er unnt að framleiða úr flestu lífrænu efni á yfirborði jarðar með hjálp örvera við aðstæður þar sem súrefni á ekki greiðan aðgang að lífræna efninu (gerjun). Við gerjun á lífrænu efni við slíkar aðstæður myndast svokallað hauggas (lífgas) sem að stærstum hluta inniheldur sameindina metan (CH4). Hauggas myndast t.d. á urðunarstöðum þar sem lífrænn úrgangangur er grafinn í jörðu. Hauggas frá urðunarstað á Álfsnesi í Reykjavík og Glerárdal á Akureyri inniheldur algengt 55-60% metan (CH4) og með hreinsun á hauggasinu er hægt að einangra metanið til framleiðslu á metaneldsneyti. Að öðru leiti inniheldur hauggas að stærstum hluta koltvísýring (CO2) og vatn.Tæknin til að safna hauggasi á urðunarstað er vel þekkt og þróuð og einnig tæknin við að hreinsa hauggasið til framleiðslu á metaneldsneyti. Á þessu sviði hefur SORPA náð mjög góðum árangri í yfir tíu ár. 

Eins og greint hefur verið frá í fréttum eru áform uppi um að byggja sérstaka metangerðarstöð á Álfsnesi á næstu árum þar sem lífrænn úrgangur frá heimilum og atvinnustarfsemi yrði gerjaður til metanframleiðslu og því ekki um að ræða að urða hann.  Stefna stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins í umhverfis-og loftslagsmálum miða m.a. að því að draga verulega úr urðun á lífrænum úrgangi á næstu árum. Og samhliða hefur áhugi á framleiðslu metaneldsneytis og annarra tegunda af lífeldsneyti aukist mikið.

Sjá skýrslu Umhverfisráðuneytisins frá okt. 2010 (,,Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum") bls. 20 og 35 - Hér

Mikinn fróðleik um metaneldsneyti er að finna á heimasíðu Metan hf: Hér
Hvað er metan - Hér
Öryggi metans - Hér
Orkugildi metans - Hér
Efnafræði metans - Hér