Af hverju Lífeldsneyti?

Lífeldsneyti má nýta til rafmagnsframleiðslu, eldunar og húshitunar en jafnframt til að knýja samgöngutæki og vinnuvélar. Sökum fyrirsjáanlegs skorts í framtíðinni á hefðbundnu jarðefnaeldsneyti í heiminum og skaðlegra umhverfisáhrifa samfara notkun á hefðbundnu jarðefnaeldsneyti hafa rannsóknir á framleiðslu lífeldsneytis aukist mikið um allan heim. Jafnframt hefur þjóðum heims verið gert að meðhöndla lífrænan úrgangi í stórauknum mæli með endurnýjanlegum hætti af umhverfis-og loftslagsástæðum og því mun urðun á lífrænum úrgangi í heiminum leggjast af á næstu árum. Sú staðreynd hefur einnig aukið áhuga þjóða á að kanna fýsileika þess að nýta úrganginn til eldsneytisframleiðslu samhliða aukinni endurvinnslu og endurnýtingu.  

Það sem við Íslendingar búum það vel að eiga mikið af rafmagni og heitu vatni er nærtækast fyrir okkur að leita leiða til að nýta lífeldsneyti til að knýja vélknúnar vinnuvélar, samgöngutæki og fiskiskip.

Með rannsóknum á famleiðslu lífeldsneytis leggur þjóðin grunn að aukinni sjálfbærni, auknu orkuöryggi og umhverfisvænni samgöngum í landinu.

                       
Smella til að stækka mynd