05. janúar 2012

Plast endurunnið í bílaeldsneyti

Nýtt samstarfsverkefnis SORPU, NMÍ og Carbon Recycling International (CRI) hefur það markmið að þróa aðferð til að endurvinna úrgang svo sem plast og litað timbur sem fljótandi bílaeldsneyti.

Carbon Recycling International (CRI) hefur í samstarfi við SORPU og NMÍ útibúið aðstöðu til að rannsaka og þróa nýja tækni til að umbreyta fljótandi og föstum úrgangi í fljótandi eldsneyti. Verkefnið hlaut nýlega einn stærsta styrk Tækniþróunarsjóðs Rannís. Gangi allt að óskum er von til að hægt verði að endurvinna stóran hluta af úrgangi og öðrum vannýttum hráefnum sem nú eru urðuð hér á landi, svo sem plasti, og búa til úr því fljótandi eldsneyti. Með þessari tækni verður því unnt að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda og framleiða meira af vistvænu eldsneyti úr tiltæku innlendu hráefni sem ella fer til spillis.

Gangi áætlanir eftir verður til tækni sem getur dregið úr kostnaði við framleiðslu á fljótandi vistvænu eldsneyti, minnkað heildarútblástur gróðurhúsalofttegunda, aukið endurvinnslu á úrgangi, dregið úr urðun og haft veruleg áhrif á kolefnisfótspor Íslendinga.

Sjá frétt á mbl.is

                         

Til baka