21. febrúar 2012

Tækniþróunarsjóður veitir rannsóknarverkefninu Lífeldsneyti áframhaldandi styrk til rannsókna á árinu 2012.

Á heimasíðu Háskólans á Akureyri birtist nýverði afar jákvæð frétt um að Tækniþróunarsjóður hafi veitt verkefninu Lífeldsneyti áframhaldandi styrk til rannsókna á árinu 2012. Verkefnisstjórn er í höndum Háskólans á Akureyri (HA) og verkefnastjóri Jóhann Örlygsson. Þátttakendur í verkefninu auk HA, eru Mannvit, Matís, SORPA, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands. Verkefnið hófst í ársbyrjun 2010 og mun ljúka á þessu ári. Nýi styrkurinn veitir þátttakendum svigrúm til að rannsaka enn frekar fýsileika þess að framleiða íslenskt og endurnýjanlegt eldsneyti með sjálfbærum hætti til nota í samgöngum landsmanna.  Hér á heimasíðunni er að finna ýtarlegar upplýsingar um verkefnið og niðurstöður rannsókna verða birtar jafn óðum og þær liggja fyrir. 

Sjá frétt á heimasíðu HA - hér

Til baka