23. febrúar 2012

Á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðver Íslands er að finna áhugavert myndskeið um rannsóknir og þróun á framleiðslu metaneldsneytis.

Myndskeiðið á heimasíðu NMI sem fyrirsögnin vísar til ber yfirskriftina „Innlent hráefni - nýsköpun í atvinnulífinu“ . Í seinni hluta myndskeiðsins er fjallað sérstaklega um aðkomu NMÍ að rannsóknum og þróun á tækni til að framleiða lífeldsneyti úr lífrænum úrgangi sem til fellur í íslensku samfélagi. Hér að neðan er samantekt á upplýsingum sem koma fram í viðtölum og að nokkru leiti um að ræða endursögn og umorðun.

Fjallað er við Ingólf Ö. Þorbjörnsson, framkvæmdastjóra efnis-, líf- og orkutækni, hjá NMÍ, þar sem fram kemur m.a. að NMÍ fáist við allt sem viðkemur íslensku atvinnulífi  – framleiðslutækni, nýir framleiðsluferlar , notkun á nýjum efnum (efnistækni), líftækni og framleiðsla á eldsneyti svo nokkuð sé nefnt.

Í samtali við Magnús Guðmundsson ,verkefnastóra hjá NMÍ á sviði framleiðslu á lífeldsneyti, kemur fram að NMÍ hefur unnið að rannsóknum á formeðhöndlun á  lífrænum úrgangi og lífmassa með háorku rafpúlsum  þannig að nýting hráefnisins við gerjun verði meiri og því unnt að framleiða meira magni af metaneldneyti úr hverju tonni lífræns úrgangs. Líkindi standa til að með formeðhöndlun á hráefni með á rafpúlsatæki megi tvöfalda það framleiðslumagn af hauggasi (metaneldsneyti) sem unnt er að framleiða úr sama magni af lífrænu hráefni sem ekki er formeðhöndlað með sama hætti.  Að sögn Magnúsar fellur til á höfuðborgarsvæðinu um 30.000 tonn af lífrænu sorpi sem nýta má beint í metanframleiðslu og nota á bíla. Úr þessu magni mætti framleiða um 3-5 milljómir Nm3 (normalrúmmetra) á ári af metaneldsneyti (Innskot. þetta magn bætist við það magn af metaneldsneyti sem framleitt er úr hauggasi sem safnað er á urðunarstaðnum á Álfsnesi í dag og næstu árin). Magnús nefnir einnig að í sveitum landsins fellur til 800-900 þúsund tonn af mykju og húsdýraskít sem er kjörið hráefni til metanframleiðslu og að úr 10-15% af því hráefni  megi framleiða 10 milljón Nm3 af metaneldsneyti (Innskot. Einingin Nm3 af metaneldsneyti jafngildir að orkuinnihaldi  hið minnsta einum lítra af bensíni). Magnús áréttar að þar fyrir utan situr eftir úr framleiðsluferlinu (á metani úr mykju) afar næringarríkt hrat sem nýtist mun betur sem áburður á tún en mykja og skítur sem nýttur er beint án metangerðarinnar. 


Fram kemur í samtali við Bjarna G. Hjarðar, yfirverkfræðingi SORPU, að um þessar mundir séu stundaðar umfangsmiklar rannsóknir hjá SORPU á því hvað hægt sé að vinna mikið magn af metaneldsneyti úr átta tilfellum af hráefni , s.s. úr flóknum blöndum af lífrænum heimilisúrgangi, mykju og garðúrgangi. Framkvæmdar verða vel á annað hundrað rannsóknir  á þessu ári í samvinnu við NMÍ um formeðhöndlun á hráefni með rafpúlsum. Það stóra rannsóknarverkefni sem nú er í gangi er framhald af rannsókna á hagkvæmni þess að framleiða mismunandi tegundir af lífeldsneyti úr úrgangi og öðrum lífmassa við íslenskar aðstæður. Bjarni bendir á að vonir standi til að með nýtingu á úrgangi og lífmassa til eldsneytisgerðar geti Ísland dregið úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti og náð að standa sig betur í kolefnajöfnun umhverfinu í vil. Hann bendi á að hollur sé heimafenginn baggi og að gott sé að breyta úrgangi í eldsneyti.

Björn. H. Halldórsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri SORPU bendir á að  yfirmarkmið SORPU með söfunum á hauggasi frá urðunarstaðnum á Álfsnesi sé að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum frá urðunarstaðnum út í andrúmsloftið þar sem metansameindin er  margfalt (um 21X) áhrifameiri gróðurhúsalofttegund í lofthjúpi jarðar en koltvísýringur. Hins vegar sé metansameindin einnig nýtt sem ökutækjaeldsneyti og því hafi SORPA nýtt sér þá þróun með hreinsun á hauggasinu og framleiðslu á ökutækjaeldsneyti. Í dag kalla ökutækjaeigendur eftir notkun á metaneldsneyti og því fer saman að draga úr umhverfisáhrifum frá urðunarstaðnum og þjóna eftirspurn bílaeigenda. Það er ætlunin í framtíðinni að hætta að urða lífrænan úrgang og búið að gera áætlun um að byggja verksmiðju sem tekur lífræna hluta úrgangsins og breytir honum í metaneldsneyti. Björn segir að það sé mat SORPU að metangerðin sé langbesta lausnin á meðhöndlun á lífræna hluta úrgangs og nefir að í Evrópu hafi verið tekist á um tvær tæknilausnir til meðhöndlunar á lífrænum úrgangi. Metangerð annars vegar og jarðgerð (moltugerð) hins vegar. Hann bendir á að hlutfallslegur ávinningur metangerðarinnar umfram jarðgerðina felist einkum í því að með metangerðinni náist að umbreyta orkuinnihaldi úrgangs með hagfelldari hætti umhverfis-og efnahagslega og að hratið sem eftir situr frá metangerðinni sé næringarríkt og nýtanlegt sem jarðvegsbæti líkt og molta frá jarðgerðinni. Að ávinningur metangerðarinnar felist í því að ná að framaleiða eldsneyti úr úrganginum án þess að tapa næringarefnum úr hráefninu sem nýta má til uppgræðslu – að metangerði tryggi að upprunaleg föngun náttúrunnar á sólaroku verði endurnýtt í hlutfallslega mun meira mæli en unnt sé að viðhafa með jarðvegsgerð og framleiðslu á moltu.               

Endursögð og umorðuð viðtöl . Sjá síðari hlut myndskeiðsins - hér

Til baka